Flugfrakt
- Um allan heim

Flugfrakt um allan heim

Þjónusta

Fraktflug með B737-800BCF fraktflugvél alla virka daga milli Keflavíkur, Billund og Kölnar.

Frá Billund og Köln er boðið upp á daglegar tengingar fyrir ferskvöru inn á helstu fiskmarkaði í Evrópu.

Gegnum samstarf við stór flugfélög eins og Delta Cargo, SAS Cargo, LOT Cargo, UPS air Cargo ofl. getum við boðið tengingar við yfir 400 flugvelli um allan heim, í Bandaríkjunum, Kanada og Asíu.

Sem umboðsaðili Delta Cargo getum við boðið daglegt flug milli Keflavíkur, New York, Minneapolis og Detroit.  Þaðan er hægt að tengjast öðrum flugvöllum gegnum öflugt leiðakerfi Delta Cargo.

Odin er einnig umboðsaðili (GSSA) fyrir LOT Cargo. LOT eru með 3-4 flug á viku milli Keflavíkur og Warsaw. Frá Warsaw er síðan boðið uppá tengiflug til yfir 100 áfangastaða í Asíu, Evrópu, Banaríkjunum og Kanada.

Leiðarkerfi

Fraktflug milli Keflavíkur og eftirfarandi borga:

  • Billund
  • Köln
  • Varsjá
  • Minneapolis
  • Detroit
  • New York

og þaðan áfram gegnum leiðarkerfi samstarfsaðila.

Um Odin Cargo

Odin Cargo er nýtt félag sem sem býður upp á lausnir í fraktflugi til og frá Íslandi.

Félagið býður uppá áætlunarflug með B737-800BCF fraktflugvél alla virka daga milli Keflavíkur, Billund og Kölnar. Í gegnum öfluga samstarfsaðila er boðið uppá tengingar inn á alla helstu flugvelli í Bandaríkjunum, Canada og Asíu. Einng er boðið uppá trukka lausnir frá Billund og Köln inná helstu fiskmarkaði í Evrópu.

Odin Cargo er umboðsaðili (GSSA) Delta Cargo og LOT Cargo á Íslandi. Samstarf við þessi félög veitir Odin Cargo aðgang að fraktplássi á farþegavélum þeirra til og frá Íslandi og aðgengi að gríðarlega öflugum leiðakerfum þeirra til að bjóða viðskiptavinum sínum. 

Framkvæmdarstjóri Odin Cargo ehf er Magnus H. Magnusson og er félagið í eigu hans og Torcargo sem einnig býður upp á alhliða lausnir í flutningum með flugi, á sjó og á landi. Magnus hefur starfað við flugtengdan rekstur samfleytt frá 1997 og hefur því langa reynslu úr flugrekstri, fraktflugi og flutningsmiðlun. 

Hafa samband

Ertu með spurningar?  Hafðu samband og við tökum vel á móti þér

Aðalheiður Björk Gylfadóttir

Manager sales and services

+354 894 4671

adalheidur@odincargo.is

Andy Nilsson

Manager Operations

+ 354 849 7489

andy@odincargo.is

Magnús H. Magnússon

CEO

+354 820 4105

mhm@odincargo.is